Langar þig að læra að gera sushi - Laus pláss

Langar þig að læra að gera sushi? Á þessu námskeiði verða tekin fyrstu skrefin í sushigerð. Gerðar verða nokkrar tegundir af sushi, borðað saman og haft gaman.
Lesa meira

Um áramótin urðu breytingar á námi fyrir fólk með geðrænar áskoranir.

Um áramótin urðu breytingar á námi fyrir fólk með geðrænar áskoranir og tekin sú ákvörðun að leggja niður deildina Fjölmennt Geðrækt.
Lesa meira

Starfshópur vinnur að því að auka náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk

Starfshópur um aukin náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk hefur hafið störf og gert er ráð fyrir að hann skili tillögum í vor. Hópurinn hittist í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu nú í morgun og er ætlað að greina núverandi starfs- og menntunartækifæri fatlaðs fólks með tilliti til þess hvað þurfi að bæta, auk þess að koma með tillögur að aðgerðum.
Lesa meira

Dansnámskeið hjá Dansfélaginu Hvönn fyrir fatlað fólk hefjast 31. janúar.

Dansnámskeið hjá Dansfélaginu Hvönn fyrir fatlað fólk hefjast 31. janúar. Námskeiðið er í 10. vikur og er hver kennslustund er 45. mínútur.
Lesa meira

Matar- og framreiðslubraut var starfrækt í Fjölmennt í samstarfi við Vinnumálastofnun á haustönn 2022.

Matar- og framreiðslubraut var starfrækt í Fjölmennt í samstarfi við Vinnumálastofnun á haustönn 2022. Þátttakendur fengu þjálfun í því að undirbúa, matreiða og framreiða mat fyrir eldhús og mötuneyti ásamt bóklegu námi, vettvangsferðum og starfsþjálfun.
Lesa meira

Gleðilegt nýtt ár!

Gleðilegt nýtt ár! Starfsfólk Fjölmennt óskar nemendum og samstarfsfólki gleðilegs árs og þakkar fyrir ánægjulegt samstarf á liðnu ári.
Lesa meira

Fjölmennt lokar vegna jólaleyfa starfsfólks dagana 21. desember til 4. janúar

Fjölmennt lokar vegna jólaleyfa starfsfólks dagana 21. desember til 4. janúar.
Lesa meira

Margrét Norðdahl fékk Frikkann

Þann 11.desember veitti Átak, félag fólks með þroskahömlun, heiðursverðlaunin Frikkann. Í desember ár hvert veitir Átak verðlaunin þeim, einstaklingi eða hópi, sem hafa barist fyrir sjálfstæði fólks með þroskahömlun og stuðlað að samfélagi án aðgreiningar á öllum sviðum.
Lesa meira

Úttekt á starfsemi Fjölmenntar

Nýverið var gerð úttekt á starfsemi Fjölmenntar. Úttektin var gerð að ósk Menntamálaráðuneytisins og lauk þeirri vinnu síðastliðið vor.
Lesa meira

Finnst þér gaman að skrifa eða brennur þú fyrir aðgengi fatlaðs fólks í rafrænum heimi

Átak, félag fólks með þroskahömlun stendur fyrir ýmsum viðburðum í nóvember. Ritsmiðja verður haldin 3. nóvember og félagafundur um aðgengi í rafrænum heimi 17.nóvember.
Lesa meira