Myndlist og handverk

Að hanna eigið tákn (logo) NÝTT

Á þessu námskeiði verður farið í gegnum grunnatriði myndrænnar hönnunar með tilliti til þess að búa til eigið tákn. Það er svo hægt að nýta á ýmsan hátt, til dæmis til útprentunar fyrir tækifæriskort, í netsamskiptum eða til að fá prentað á bol.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 vikur

Blómahengi og vegghengi - macramé - NÝTT

Á þessu námskeiði lærum við að hnýta fallegt blómahengi og vegghengi.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 12 vikur

Hugmyndabókin mín

Hugmyndabókin mín geymir hugmyndir og minningar sem ég upplifi í daglegu lífi. Það getur verið eitthvað fallegt og áhugavert sem ég sé, heyri eða snerti sem virkjar sköpunarkraftinn og ímyndunaraflið.

Þátttakendur kaupa sér fallega hugmyndabók og vinna með hana í kennslustundum.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 16 vikur

Listfræðsla og sköpun í bland

Þetta námskeið er tvískipt, bæði verður farið á sýningar á listasöfnum og unnið að myndlist í Fjölmennt útfrá sýningum.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 - 16 vikur

Litir og tónar

Námskeið þar sem þátttakendur upplifa tónlist og myndlist með hljóðum og snertingu. Námskeiðið hentar vel fyrir þá sem hafa litla hreyfigetu.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 - 16 vikur

Málað og skreytt

Skemmtilegt námskeið þar sem ýmsir hlutir eru skreyttir. Til dæmis hlutir úr tré, gleri, pappír og pappa.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 - 16 vikur

Mósaík

Þátttakendur læra að búa til listaverk með mósaík flísum.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 - 16 vikur

Myndlist

Á námskeiðinu er unnið með teikningu og málun með akrýllitum og vatnslitum. Einnig eru notaðar fleiri aðferðir við að búa til myndir og aðra listmuni.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 - 16 vikur

Myndlist og jóga - NÝTT

Myndlist og jóga er gott par og á þessu námskeiði nálgumst við jóga og myndlist á skapandi og einstaklingsmiðaðan hátt.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 -16 vikur

Prjón fyrir byrjendur

Prjónanámskeið fyrir byrjendur. Á námskeiðinu er kennt að prjóna garðaprjón og slétt prjón. Prjónaður er trefill, ennisband eða húfa. Prjónað er úr Álafosslopa og er garn innifalið í verði námskeiðs.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 6 skipti

Saumaklúbburinn

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja sameina einhvers konar handverk og góðan mat ásamt því að vera í góðum félagsskap, spjalla og upplifa notalegt andrúmsloft. Þátttakendur vinna bæði í myndlistarstofunni og í kennslueldhúsinu.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 vikur

Tækni og frjáls sköpun

Á námskeiðinu er val um að vinna með ákveðin verkefni og fá kennslu í tækni, aðferðum og meðhöndlun ólíkra tegunda lita og efniviðs og að vinna frjálst að verkefnum allt eftir óskum þátttakenda.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 - 16 vikur

Vatnslitir - urð og grjót

Á þessu námskeiði tínum við steina, grjót, skeljar og annað sem vekur áhuga okkar í náttúrunni. Við rannsökum form, liti, áferð, vinnum með skissuteikningar og málum með vatnslitum. Unnið verður með grátónaskalann og liti og litatóna efniviðsins. Stefnt verður að því að fara í vettvangsferð á námskeiðinu.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 6 - 7 vikur