Myndlist og handverk
Endurnýting í handverki
Á þessu námskeiði búum við til fallega hluti og listaverk úr efni sem oftast er hent.
Hugmyndabókin mín
Hugmyndabókin mín geymir hugmyndir og minningar sem ég upplifi í daglegu lífi.
Þátttakendur fá bók í fyrsta tíma sem þeir vinna með í kennslustundum undir leiðsögn kennara.
Listfræðsla og sköpun í bland
Á námskeiðinu verður farið á sýningar á listasöfnum og unnið að myndlist útfrá sýningunum.
Litir og tónar
Námskeið þar sem þátttakendur upplifa tónlist og myndlist með hljóðum og snertingu.
Námskeiðið hentar vel fyrir þau sem hafa litla hreyfigetu.
Málað og skreytt
Skemmtilegt námskeið þar sem ýmsir hlutir eru skreyttir. Til dæmis hlutir úr tré, gleri, pappír og pappa.
Málun
Á námskeiðinu verður farið í grunnatriði í akrýlmálun.
Námskeiðið hentar þeim sem vilja leggja áherslu á málun og dýpka þekkingu sína og vinnubrögð.
Mósaík
Mósaík er aðferð sem gengur út á það að raða litlum bútum saman.
Þátttakendur læra að búa til listaverk með mósaík flísum.
Myndlist
Á námskeiðinu er unnið með teikningu og málun með akrýllitum og vatnslitum.
Einnig eru notaðar fleiri aðferðir við að búa til myndir og aðra listmuni.
Myndlist og jóga
Myndlist og jóga er gott par og á þessu námskeiði nálgumst við jóga og myndlist á skapandi og einstaklingsmiðaðan hátt.
Prjón
Á námskeiðinu eru kennd grunnatriði í prjóni.
Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem hafa prjónað áður.
Saumaklúbburinn
Námskeiðið er fyrir þá sem vilja sameina handverk og góðan mat ásamt því að vera í góðum félagsskap, spjalla og upplifa notalegt andrúmsloft.
Vatnslitamálun - haustlitirnir
Á þessu námskeiði fylgjumst við með því hvernig litirnir breytast í náttúrunni og málum vatnslitamyndir í haustlitunum.