Stutt námskeið

Podcast

Á námskeiðinu verða kynntir möguleikar Podcast forritisins svo sem að leita að efni og merkja uppáhaldsþætti til þess að hlusta á.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 3 skipti

Snjall á netinu

Það er hægt að gera margt skemmtilegt á netinu, til dæmis hafa samskipti við aðra á Facebook, Instagram og öðrum samfélagsmiðlum.

Mörgum finnst gaman að versla á netinu og það er auðvelt að gleyma sér í innkaupum. 

Á þessu námskeiði verður farið yfir hvað hægt er að gera skemmtilegt á netinu t.d. að versla föt, tölvuleiki, öpp eða annað, að eiga samskipti á netinu, að setja myndir á netið o.m.fl.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 3 skipti

Spotify

Spotify er tónlistarveita sem býður upp á einfalda leið til að hlusta á tónlist í tölvu og snjalltækjum. Á námskeiðinu verða kynntir möguleikar forritsins, t.d. að leita að tónlist, vista einstök lög og búa til lagalista. Hægt er að leita að tónlist eftir flytjendum, plötum, tónlistarstefnum og stemningu.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 3 skipti

Storytel - hljóðbækur

Storytel er hljóðbókaveita fyrir hljóðbækur sem notendur eru áskrifendur að. Í forritinu er hægt að hlaða niður og hlusta á fjölbreytt safn hljóðbóka.

Á námskeiðinu verður prufuaðgangur að forritinu sóttur og möguleikar þess kynntir. Í lokin verður metið í samstarfi við tengla þátttakenda hvort áhugi er fyrir að nota forritið heima og kaupa áskrift. 

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 3 skipti

Örugg fíflalæti í snjalltækinu þínu

Langar þig að læra á skemmtileg smáforrit og samfélagsmiðla í snjalltækinu þínu? Samhliða því að læra hvernig skemmtilegt er að nota smáforrit er áhersla á að upplýsa þátttakendur um ábyrgð sína á samfélagsmiðlum.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 3 skipti