Draumafangari og vegghengi

Námskeiðið Draumafangari og vegghengi er nýtt námskeið á vorönn. 

Á þessu námskeiði læra nemendur einfalda aðferð við að hnýta garn,  búa til lyklakippu og einfalt vegghengi. Einnig eru búnir til fallegir draumafangarar og þeir skreyttir með böndum, borðum og perlum.

Námskeiðið er í 8 vikur.