Fréttir frá Fjölmennt

Þessa viku hafa kennarar verið að hafa samband við nemendur sína. Kennarar eru að búa til ýmis verkefni sem þeir senda heim til nemenda sinna og sumir fá kennslu í gegnum tölvu.

Við ætlum að setja fræðsluefni á heimasíðuna og hvetjum ykkur til að vera dugleg að fara á síðuna og skoða hvað er í boði.

Það væri gaman að heyra hvað ykkur finnst um fræðsluefnið og sendið okkur endilega hugmyndir að efni sem ykkur finnst vanta.

Smelltu hér til að senda okkur ábendingu