Fundur í Fjölmennt um námstilboð Fjölmenntar, samstarf og þróun

 

 

 

Fjölmennt býður forstöðumönnun og yfirþroskaþjálfum/deildastjórum/teymisstjórum til fundar um námstilboð Fjölmenntar, samstarf og þróun. Fundurinn verður mánudaginn 17. febrúar í húsnæði Fjölmenntar í Vínlandsleið 14. Hægt verður að velja um tvo fundartíma, klukkan 10:00-12:00 eða 14:00-16:00. 

Vinsamlegast látið vita hvort þið komist á fundinn og hvorn fundartímann þið veljið. Sendið svar á radgjof@fjolmennt.is

 

Dagskrá fundar:

  1. Helga Gísladóttir forstöðumaður fer yfir starfsemi Fjölmenntar.
  2. Anna Soffía Óskarsdóttir og Jarþrúður Þórhallsdóttir ráðgjafar Fjölmenntar kynna ráðgjafarhlutverk Fjölmenntar.
  3. Hlutverk aðstoðarfólks í námi fólks með þroskahömlun sem þarf mikinn stuðning: Kynning á niðurstöðum rannsóknar og umræður um fyrirhugaða fræðslu fyrir starfsfólk í búsetuþjónustunni:

Helle Kristensen, kennari og verkefnastjóri hjá Fjölmennt, kynnir niðurstöður rannsóknar sinnar sem unnin var sem lokaverkefni til M.Ed.-prófs í sérkennslufræði og skóla margbreytileikans við Menntavísindasvið HÍ árin 2018 og 2019. Niðurstöður rannsóknarinnar geta nýst stjórnendum í búsetuþjónustu við að auka lífsgæði notenda með því að auka þátttöku þeirra í námi og vinna markvissara að því að námið nýtist í daglegu lífi. Niðurstöðurnar geta ekki síður nýst starfsfólki í búsetuþjónustunni sem vinnur við að aðstoða fólk með þroskahömlun sem þarf mikinn stuðning. Þess vegna verður á fundinum boðið til umræðu um hvernig megi skipuleggja fræðslu fyrir starfsfólk í búsetuþjónustunni til þess að hún nýtist sem best.

  1. Almennar umræður, t.d. um hugmyndir að námskeiðum, tímasetningar og fleira.

 

Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest.

 

 

Með bestu kveðju,

 

Helga Gísladóttir

forstöðumaður