Kennsla fellur niður vikuna 9. - 13. mars

Þar sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna COVID-19 veirunnar hefur stjórn Fjölmenntar ákveðið að fella niður alla kennslu vikuna 9. – 13. mars.

Vikan verður notuð til að fylgjast með framvindu mála og haft verður samband símleiðis við nemendur þegar ákveðið verður að hefja kennslu á ný.

Nemendur, aðstoðarmenn þeirra og aðstandendur eru hvattir til að fylgjast með heimasíðu og fésbókarsíðu Fjölmenntar varðandi frekari upplýsingar.