Næstu vikur í Fjölmennt

Vegna samkomubanns og tveggja metra fjarlægðarreglu þá verður engin kennsla í Fjölmennt um óákveðinn tíma.

Kennarar eru í óðaönn að finna út hvernig best verður hægt að koma til móts við þátttakendur varðandi námskeiðin. Þessi vika verður notuð til þess.

Við ætlum að vera dugleg að setja inn fræðsluefni á heimasíðu og facebook-síðu Fjölmenntar sem allir geta nýtt sér heima. Má þar nefna til dæmis sniðug öpp,  uppskriftir, myndbönd og margt fleira.

Í dag sendum við uppskrift dagsins sem er möndlukaka. Hægt er að prenta uppskriftina út og einnig að horfa á myndband.

 

Uppskrift