Nýr tengiliður við ráðuneyti - Úttekt á starfsemi Fjölmenntar

Frá vinstri Hulda Arnljótsdóttir, Ragnheiður Bóasdóttir og Helga Gísladóttir
Frá vinstri Hulda Arnljótsdóttir, Ragnheiður Bóasdóttir og Helga Gísladóttir

Í byrjun árs hófst úttekt á starfsemi Fjölmenntar. Úttektin var gerð að ósk Menntamálaráðuneytisins og lauk þeirri vinnu síðastliðið vor. Úttektin var unnin af Menntavísindastofnun Menntavísindasviðs HÍ. Úttektin er liður í endurnýjun á samningi Fjölmenntar við Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og endurskoðun á hlutverki og verkefnum Fjölmenntar. 

Með breyttri skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands um síðustu áramót fluttist starfsemi Fjölmenntar til Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis. Í vikunni komu aðilar frá bæði Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti og Mennta- og barnamálaráðuneyti til þess að afhenda og kynna úttektina fyrir stjórn og forstöðumanni Fjölmenntar.  Ragnheiður Bóasdóttir hefur undanfarin 14 ár verið tengiliður Menntamálaráðuneytis við Fjölmennt og þakkaði hún fyrir gott samstarf og óskaði okkur góðs gengis innan nýs ráðuneytis. Ragnheiði eru sömuleiðis færðar þakkir fyrir samstarfið og lét Helga Gísladóttir forstöðumaður Fjölmenntar þess getið að gott hefði verið að eiga hana að öll þessi ár. Tengiliður Fjölmenntar í Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu er Hulda Anna Arnljótsdóttir og bjóðum við hana velkomna til samstarfs.