Takk fyrir samstarfið Hrefna og Þorvaldur!

Tobbi og Hrefna
Tobbi og Hrefna

Nú í vor létu tveir starfsmenn Fjölmenntar af störfum, þau Hrefna Sigurnýasdóttir og Þorvaldur Heiðar Guðmundsson. 

Hrefna hóf störf hjá Fjölmennt við stofnun árið 2002. Hún hóf kennslu við Þjálfunarskóla ríkisins við Kópavogsbraut árið 1985, síðan við Fullorðinsfræðslu fatlaðra og í framhaldi af því við Fjölmennt. Hrefna kenndi aðallega fólki með miklar stuðningsþarfir. Við óskum henni velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir hendur.  

Þorvaldur hefur starfað hjá Fjölmennt frá árinu 2004. Fyrst sem stuðningsfulltrúi en eftir að hann lauk námi í þroskaþjálfafræðum árið 2012 hefur hann sinnt margvíslegri kennslu svo sem tölvukennslu, matreiðslu og íþróttakennslu. Undanfarin ár hefur hann einnig séð um tölvu- og tæknimál Fjölmenntar. Hann hefur nú hafið störf sem sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun. Við óskum honum alls hins besta á nýjum vinnustað.  

Hrefna og Þorvaldur hafa verið farsæl í störfum sínum hjá Fjölmennt og er þakkað fyrir góð störf í þágu stofnunarinnar.