Það er opið í Fjölmennt

Öll námskeið sem haldin eru í Vínlandsleið 14 eru opin. Þeir sem vilja geta því mætt á námskeiðin sín.

Eftirfarandi námskeið eru ekki haldin dagana 2. til 17. nóvember:

  • Sund í Sundhöll Reykjavíkur
  • Zumba dans í Styrk
  • Jóga í Yogasmiðjunni
  • Jóga í Ljósheimum
  • Dans í Dansskólanum Hvönn
  • Myndlist í Myndlistaskóla Kópavogs

Við hringjum í þátttakendur þessara námskeiða um leið og þau geta hafist að nýju.

Ég vil minna á að enginn komi á námskeið hjá Fjölmennt ef minnsti vafi leikur á að viðkomandi geti verið að veikjast.

Með bestu kveðju, 

Helga Gísladóttir

forstöðumaður.