Útskrift á listnámsbraut

Miðvikudaginn 4. desember var fyrsti hópur á listnámsbraut hjá Fjölmennt útskrifaður við hátíðlega athöfn. Helga, forstöðumaður Fjölmenntar, hélt ræðu og afhenti þátttakendum viðurkenningarskjal og rós. Þátttakendur sýndu atriði úr námi sínu og gestum var boðið að skoða sýningu á verkum úr náminu. Ingimar Azzad Torossian, Kári Freyr Þorfinnsson, Nína Kristín Sigurbjörnsdóttir og Sara Rut Guðnadóttir hafa nú lokið 12 vikna námi á listnámsbraut. Í náminu var lögð áhersla á að greina áhuga og vinna með styrkleika í sköpun á sviði tónlistar, leiklistar og myndlistar. Við óskum þeim öllum til hamingju með áfangann og vonum að þau eigi eftir að vinna áfram að listsköpun sinni.