Vinnustofa fyrir starfsfólk á heimilum og aðstandendur

Skemmtileg vinnustofa þar sem boðið verður uppá fræðslu fyrir starfsfólk á heimilum og aðstandendur þátttakenda sem skráðir eru á tónlistarnámskeið hjá Fjölmennt á þessari önn.  Markmiðið er að gera starfsfólki og aðstandendum sem hafa litla reynslu af að spila á hljóðfæri kleift að aðstoða þátttakendur við að nýta sér hljóðfæraleik til afþreyingar.

Fræðslan verður í formi vinnustofu þar sem prófuð verða helstu popp-/rokk-hljóðfæri og rætt um hvernig hægt er að stilla þau og merkja til þess að auðvelda þátttakendum að spila eftir bókstöfum og litum.

Vinnustofan verður haldin í húsnæði Fjölmenntar, Vínlandsleið 14 miðvikudaginn 1. desember nk. og boðið er uppá tvær tímasetningar:

kl 10:00- 11:30

kl 14:30 -16:00

Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig með því að senda tölvupóst á helle@fjolmennt.is. Vinsamlegast tilgreinið hvaða þátttakanda/þátttakendum þið tengist við skráningu.

Takmörkuð pláss í boði. Athygli er vakin á því að grímuskylda er á vinnustofunni og að gætt verður vel að öllum sóttvörnum.