Ársfundur Fjölmenntar

Helga Gísladóttir, Elsa Sigríður Jónsdóttir, Erna Arngrímsdóttir og Gerður Aagot Árnadóttir.
Helga Gísladóttir, Elsa Sigríður Jónsdóttir, Erna Arngrímsdóttir og Gerður Aagot Árnadóttir.

Ársfundur Fjölmenntar var haldinn mánudaginn 20. maí. Þær breytingar urðu á stjórn Fjölmenntar að Elsa Sigríður Jónsdóttir, sem verið hefur fulltrúi Landssamtakanna Þroskahjálpar og Erna Arngrímsdóttir fulltrúi Öryrkjabandalagsins létu af stjórnarsetu. Eru þeim þökkuð farsæl störf í þágu Fjölmenntar.

Nýir stjórnarmeðlimir eru Haukur Guðmundsson fyrir Þroskahjálp og Bjargey Una Hinriksdóttir fyrir Öryrkjabandalagið. Eru þau boðin velkomin í stjórnina.

Á myndinni eru Elsu Sigríði og Ernu færð blóm í þakklætisskyni fyrir stjórnarsetu liðinna ára. Með þeim á myndinni eru Gerður Aagot Árnadóttir formaður stjórnar og Helga Gísladóttir forstöðumaður Fjölmenntar.