Til hamingju með afmælið og flotta afmælissýningu leikhópurinn Perlan!

Leikhópurinn Perlan á sviði Borgarleikhúsins. 
Mynd: ruv.is - Þór Ægisson
Leikhópurinn Perlan á sviði Borgarleikhúsins.
Mynd: ruv.is - Þór Ægisson

Fimmtudaginn 18.maí stóð leikhópurinn Perlan fyrir afmælissýningu í Borgarleikhúsinu í tilefni þess að leikhópurinn hefur starfað í 40 ár.

Við þessi tímamót hugsum við í Fjölmennt hlýtt til Sigríðar Eyþórsdóttur stofnanda Perlunar.

Sigríður Eyþórsdóttir hóf störf sem leiklistarkennari hjá Fullorðinsfræðslu fatlaðra árið 1982. Perlan var hluti af starfsemi Fullorðinsfræðslunnar, seinna Fjölmenntar, allt þar til Sigríður lét af störfum vegna aldurs. Stofnun leikhópsins var merkilegt og mikilvægt brautryðjendastarf sem Sigríður brann fyrir alla tíð. Settar voru upp metnaðarfullar sýningar bæði hérlendis og erlendis.

Sigríður leikstýrði Perlunni þar til hún lést árið 2016 en Bergljót dóttir Sigríðar nú tekið við hennar góða starfi og leikstýrði m.a. afmælissýningu hópsins í Borgarleikhúsinu.

Lengi lif Perlan og takk fyrir ykkar mikilvæga og frábæra framlag til listalífsins!