Frikkinn

Frikkinn, heiðursverðlaun Átaks, félag fólks með þroskahömlun voru afhent í streymi á Alþjóðadegi fatlaðra, 3. desember.
Í ár voru tveir heiðraðir af félaginu en það voru þær Gerður Aagot Árnadóttir og Helga Gísladóttir.

Gerður hefur sem formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar á árunum 2005-2013 unnið markvisst að því að fólk með þroskhömlun væri sýnilegt og virkir þáttakendur í samfélaginu og að við alla ákvarðantöku væri leitað til fólks með þroskahömlun um skoðanir þeirra. Í störfum sínum bæði sem formaður Landssamtakana Þroskhjálpar og sem stjórnaformaður Fjölmenntar hefur Gerður unnið óeingjarnt starf við að efla starfsemi Átaks.
Helga hefur sem forstöðumaður Fjölmenntar tekið þátt í mörgum verkefnum sem hafa stuðlað að auknum tækifærum og fjölbreyttari vali fyrir fólk með þroskhömlun.
Í störfum sínum hefur Helga ávallt verið tilbúin til að fara nýjar leiðir til að fólk með þroskhömlun væri sýnilegt og virkir þátttakendur í samfélaginu í samráði við það sjálft og félög þeirra.
 
Við óskum Gerði og Helgu hjartanlega til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu.