Hugmyndir að verkefnum í spjaldtölvu til að vinna heima

Nú þegar mælst er til þess að allir haldi sér sem mest heima fyrir er upplagt að taka upp snjalltækið og nýta möguleika þess til samskipta og afþreyingar.
Hér má fá hugmyndir að verkefnum til að vinna í spjaldtölvu heima á meðan Covid19-veiran gengur yfir:

Photos

Taktu til í myndaalbúminu þínu og flokkaðu myndirnar í albúm. Veldu þér síðan eitt albúm á dag til að skoða og sýna fólkinu í kringum þig :-)

Notes

Skrifaðu eina færslu á dag og settu inn a.m.k. eina mynd og etv. myndskeið. Notaðu færslurnar til að ræða við starfsfólk sem er að koma á vakt um það sem þú hefur upplifað.

Adobe Spark Video

Taktu nokkrar myndir næst þegar þú ferð í göngutúr, þegar þú eldar matinn eða þegar þú horfir á eitthvað áhugavert í sjónvarpinu. Búðu til sögu úr myndunum með smá texta og hljóðupptökum.

Facebook

Skrifaðu eina færslu á dag um það sem þú gerir heima á meðan Covid19-veiran geisar úti. Mundu að fylgjast með hvort þú fáir athugasemdir frá vinum þínum ;-)

Youtube

Búðu til spilunarlista með myndböndum sem þér finnst gaman að horfa á þegar þú ert heima. Vistaðu eitt nýtt myndband á dag á listann.

Smáforrit til afþreyingar

Prófaðu eitt forrit á dag af listanum "Smáforrit til afþreyingar". Skrifaðu t.d. inn í Notes eða deildu því á Facebook þegar þú rekst á forrit sem þér finnst skemmtilegt :-)