Kennsla hefst á ný

Kennsla hefst á vorönn mánudaginn 11. janúar. 

Þeir sem sóttu um fyrir 20. nóvember ættu allir að hafa fengið bréf sent heim með upplýsingum um námskeið, tíma- og dagsetningum. Athugið vel upphafsdag námskeiðs og staðsetningu. Einnig hringja kennarar heim eða senda tölvupóst með nánari upplýsingum um námskeiðið áður en það hefst.