Langar þig að læra að gera sushi - Laus pláss

Langar þig að læra að gera sushi? Á þessu námskeiði verða tekin fyrstu skrefin í sushigerð. Gerðar verða nokkrar tegundir af sushi, borðað saman og haft gaman.

Á námskeiðinu fá þátttakendur almenna fræðslu um sushi og læra að rúlla sínar eigin maki-rúllur. 

Meðal rétta sem búnir verða til eru: 

  • Surf & turf
  • Amazon
  • 2 tegundir af nigri
  • Hot Maguro

Námskeiðið er kennt á miðvikudögum klukkan 9:00-10:20 og hefst 21. febrúar og lýkur 28. mars. Alls 6. skipti.