Langar þig í eins árs myndlistarnám?

Myndlistarskólinn í Reykjavík býður upp á eins árs nám í myndlist fyrir nemendur sem hafa lokið starfsbraut framhaldsskóla eða sambærilegu námi. 

Í náminu eru nemendur kynntir fyrir fjölbreyttum vinnuaðferðum, tækni og hugtökum sem notuð eru um myndlist og hönnun. Rík áhersla er lögð á valdeflingu og að námið sé ánægjulegt.

Um er að ræða spennandi valmöguleika fyrir alla þá sem hafa áhuga á skapandi greinum. Námið veitir engin formleg réttindi en það gefur nemendum möguleika á að skapa sér starfsvettvang á sviði listsköpunar, á eigin spýtur eða með stuðningi. 

Hér er bæklingur um námið á auðlesnu máli um námið:

https://issuu.com/myndlistaskolinnireykjavik/docs/lokamyndlist-rafr_nnbaeklingur?fr=sMGYxMDUyMDExMDc 

Tekið er við umsóknum til og með 24. maí næstkomandi.