Námskeið haustannar 2021

Nú er hægt að sækja um námskeið haustannar hér á heimasíðunni. Stutt er á hnappinn Námskeið og þar birtast námskeiðsflokkarnir. Í haust verða 88 námskeiðstitlar í boði og þar af eru 13 ný og spennandi námskeið. Tvær námsbrautir verða í boði þar sem kennt verður 2-3 sinnum í viku.

Endilega kynnið ykkur vel það sem er í boði: https://www.fjolmennt.is/is/namskeid

 

Umsóknarfrestur er til 16. júní. Ekki er hægt að ábyrgjast námskeiðspláss ef sótt er um að þeim tíma loknum.