Opið fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á námskeið vorannar 2024 og á jólanámskeið.

 

Umsóknarfrestur er til 20. nóvember.

Hér á heimasíðunni, undir hnappnum Námskeið, má finna hvaða námskeið verða í boði á vorönn. 

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið vorannar mun berast eftir miðjan desember.

 

JÓLANÁMSKEIÐ 2023

Fyrir jólin verður boðið upp á örnámskeið sem tengjast jólunum; aðventujóga, jólaboðið, jólakveðja o.m.fl. Hægra megin til hliðar á forsíðu Fjölmenntar er hnappur sem heitir Jólanámskeið og þegar stutt er á hnappinn birtast þau námskeið sem í boði verða.

Hér má sjá kynningarbækling um jólanámskeiðin

Námskeiðin verða haldin á tímabilinu 11. -19. desember.

Haft verður samband við umsækjendur í byrjun desember vegna jólanámskeiðanna.