Opið fyrir umsóknir á námsbraut hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík

Nám á myndlistarbraut er fyrir nemendur með þroskahömlun og er eins árs nám í myndlist þar sem áhersla er lögð á að nemandinn kynnist fjölbreyttum vinnuaðferðum, tækni og hugtökum sem notuð eru um myndlist og hönnun og öðlist innsýn í listasögu og samtímalist. Rík áhersla er lögð á valdeflingu og að námið sé ánægjulegt fyrir nemendur. Námið veitir engin formleg réttindi en það gefur nemendum möguleika á að skapa sér starfsvettvang á sviði listsköpunar, á eigin spýtur eða með stuðningi. 

https://namskra.is/programmes/129ceff6-ba25-40d3-a8eb-6865340c6c58 

 

Sótt er um námið hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur og er opið fyrir umsóknir til 15.júní.