Opnað hefur verið fyrir umsóknir vorannar og á jólanámskeið

Nú er hægt að sækja um jólanámskeið og námskeið sem verða á vorönn 2021. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember.

Jólanámskeið verða haldin á tímabilinu 9. - 17. desember. Haft verður samband við þátttakendur í byrjun desember varðandi tíma- og dagsetningar. 

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið vorannar verða send eftir miðjan desember.

Ekki verður hægt að tryggja námskeiðspláss ef sótt er um eftir að umsóknarfresti lýkur.