Sumarnámskeiðum lokið

Mynd frá Útilegustemning við varðeldinn
Mynd frá Útilegustemning við varðeldinn

Nú eru sumarnámskeiðum hjá Fjölmennt lokið. Boðið var uppá 13 sumarleg námskeið og voru um 100 þátttakendur sem tóku þátt. Mörg námskeið fóru fram utandyra og lék veðrið við okkur. Námskeiðin tókust öll mjög vel og vonandi fara allir hressir og glaðir inní sumarið. Með von um áframhaldandi gott sumarveður og ánægjulegt frí fyrir alla. 

Hér er hægt að skoða myndasafn á facebook síðu Fjölmenntar.