Um áramótin urðu breytingar á námi fyrir fólk með geðrænar áskoranir.

Um áramótin urðu breytingar á námi fyrir fólk með geðrænar áskoranir og tekin sú ákvörðun að leggja niður deildina Fjölmennt Geðrækt.

Fjölmennt Geðrækt hefur starfað sem sérstök deild innan Fjölmenntar frá árinu 2003 og hefur Anna Filippía Sigurðardóttir verið verkefnastjóri deildarinnar mörg undanfarin ár.

Breytingin var gerð í kjölfar niðurstaðna úttektar á starfsemi Fjölmenntar á síðasta ári þar sem niðurstöður sýndu að námið mætti ekki lengur óskum og væntingum markhópsins. Niðurstöður sem komu okkur ekki á óvart enda hefur nemendum sem sóttu námið fækkað jafnt og þétt síðustu ár. Skýringar eru meðal annars þær að námstilboðum við aðrar menntastofnanir fyrir þennan hóp hefur fjölgað mikið á síðustu árum.

Önnu Filippíu eru færðar bestu þakkir fyrir gott starf sem hún sinnti af alúð gegnum tíðina.