Fræðsluerindi um hlutverk aðstoðarfólks í námi fólks með þroskahömlun

Haldið verður fræðsluerindi fyrir starfsfólk í búsetuþjónustu þátttakenda á námskeiðum hjá Fjölmennt

miðvikudaginn 30. september kl. 14:00-16:00.

Fjallað verður um hlutverk aðstoðarfólks í námi fólks með þroskahömlun og áhersla lögð á að kynna hagnýtar leiðir sem nýst geta aðstoðarfólki í daglegu starfi. Við hvetjum því sérstaklega starfsfólk sem fylgja þátttakendum á námskeið til að taka þátt en einnig stjórnendur í búsetuþjónustu þátttakenda. Fræðsluerindið verður haldið í húsnæði Fjölmenntar, Vínlandsleið 14, og áhugasamir eru beðnir um að skrá sig á eftirfarandi skráningarform í síðasta lagi á mánudaginn nk.:

 https://forms.office.com/Pages/ResponsePage.aspx?id=p4ox5J4q9kyxjbWTR7P5E8Wzm-ADYq1MjskJNT-mkStUNUdKQkYzQU9BT0lLUUtYNkRQREJYMEJPSS4u